Lestur og prjón

Síðustu dagar hafa farið í lestur og prjón hjá mér. Hendi í þvottavél og sópa gólfin á milli.
Byrjaði í á Þriðja táknið eftir Yrsu Sigurðardóttur í gærmorgun og var að klára hana. 350 bls. Ekki slæmt það. En hef í staðinn ekkert tekið í prjónana og notaði kvöldið til lesturs þar sem ekkert var spennandi í sjónvarpinu.

Stefnt er á að taka svo næstu bók eftir Yrsu "Sér grefur gröf" ásamt því að glugga í "Ég get lesið" sem ég keypti mér á afslætti í KHB í gær.

Kláraði í síðustu viku vesti á Emblu Eir og er nú með vesti á Magnús Ara á prjónunum.
Hér má líta vestið á Emblu.

vesti á Emblu Eir

Kv. Drifa

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Settu svo bara enn eitt á prjónana fyrir mig fyrst það er svona rólegt hjá þér

Íris (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 16:20

2 Smámynd: Drífa Magnúsdóttir

hmm.. kannski þegar ég verð komin með prjónavél :)

Drífa Magnúsdóttir, 21.1.2009 kl. 10:12

3 identicon

Hvaða svaka dugnaður er í þér :D

Sigga Hulda (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 02:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Drífa Magnúsdóttir

Höfundur

Drífa Magnúsdóttir
Drífa Magnúsdóttir
Menntaður grunnskólakennari, 2ja barna móðir í fæðingarorlofi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • jan2 022
  • vesti á Emblu Eir
  • sept1 004
  • sept2 019
  • sept2 014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband