Að fara með barnið í sláturhúsið...

.. hljómar ekki vel! En hér er átt við að fara og hitta aðrar mömmur (foreldra) sem eru heima með litlu krílin sín hér á bæ. Gamla sláturhúsið á Egilsstöðum hefur fengið nýtt hlutverk og er núna einhverskonar menningarhús (man ekki nákvæmlega titilinn sem það hefur) og þar hittumst við á fimmtudagsmorgnum. Nú hef ég ekki drattast þangað í 2 vikur og kominn tími til að fara.

Annars hef ég ekkert prjónað né lesið síðustu daga.. bara hangsað :). Er að rembast við að setja neglur á sjálfa mig og það gengur hægt.... mjög hægt. En mun vonandi takast fyrir helgi.

Um helgina er planið að fara í skírn, Já nú á að skíra Dodda litla frænda. Verður gaman að fá að heyra hvað hann mun heita. Og svo á sunnudaginn byrjar íþróttaskólinn aftur hjá Magnúsi Ara (eftir langa bið).

Nenni ekkert að tjá mig um pólitísku hlið landsins.. þetta verður bara allt að koma í ljós. Ekki hef ég lausnirnar á vandanum og ég held að það séu fáir (ef einhver) betri en annar til að leysa þessi mál.

En nú ætla ég að fara að taka mig til fyrir sláturhúsferð.

Bæbbs
Drífa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Drífa Magnúsdóttir

Höfundur

Drífa Magnúsdóttir
Drífa Magnúsdóttir
Menntaður grunnskólakennari, 2ja barna móðir í fæðingarorlofi.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • jan2 022
  • vesti á Emblu Eir
  • sept1 004
  • sept2 019
  • sept2 014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 400

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband