jólin búin

Þá eru jólin búin og ég alveg að verða búin að koma öllu jólaskrauti í kassa.

Árið 2008 hefur liðið einhvernveginn eins og í þoku.. þegar ég ætla að rifja upp þá man ég voða lítið.. stiklað á stóru var það einhvernveginn svona:

JANÚAR: vann, svaf, borðaði, var mikið ólétt.

FEBRÚAR: var ennþá meira ólétt, fékk hitapest og samdrætti í kjölfarið og var flutt með sjúkrabíl norður á Akureyri þar sem ég dvaldi í 6 daga. Fyrsta skipti sem ég fer í sjúkrabíl og fyrsta skitpi sem ég ligg á spítala (fyrir utan þegar ég átti Magnús Ara). Mikið var gott að komast heim.

MARS: Eignaðist litla orminn minn og fór þ.a.l. í fæðingarorlof

APRÍL: Litli ormurinn skírður Arnar Freyr. Amma kom austur og var í nokkra daga.

MAÍ: ég átti afmæli og Magnús Ari varð 2ja ára

JÚNÍ: Fór mest í umönnun barnanna og einhverja göngutúra

JÚLÍ: Ferðalag með fjölskyldunni. Reykjavík heimsótt og svo fjölskyldumót á Hvolsvelli

ÁGÚST - DESEMBER: Almenn heimilisstörf og umönnun barna. Magnús Ari í leikskóla alla daga frá 8-14, Gummi í vinnu en við Arnar Freyr þvældumst um bæinn eða vorum bara heima.

Sem sagt ekki svo mjög viðburðarríkt ár (nema auðvitað það að fjölga sér)

Stefni á að láta árið 2009  verða mun öflugra og hafa bara gaman.

Hver veit nema ég skelli einhverjum sögum af því hér inn...

Kv. Drífa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Drífa Magnúsdóttir

Höfundur

Drífa Magnúsdóttir
Drífa Magnúsdóttir
Menntaður grunnskólakennari, 2ja barna móðir í fæðingarorlofi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • jan2 022
  • vesti á Emblu Eir
  • sept1 004
  • sept2 019
  • sept2 014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband