9.1.2009 | 09:47
jólin búin
Þá eru jólin búin og ég alveg að verða búin að koma öllu jólaskrauti í kassa.
Árið 2008 hefur liðið einhvernveginn eins og í þoku.. þegar ég ætla að rifja upp þá man ég voða lítið.. stiklað á stóru var það einhvernveginn svona:
JANÚAR: vann, svaf, borðaði, var mikið ólétt.
FEBRÚAR: var ennþá meira ólétt, fékk hitapest og samdrætti í kjölfarið og var flutt með sjúkrabíl norður á Akureyri þar sem ég dvaldi í 6 daga. Fyrsta skipti sem ég fer í sjúkrabíl og fyrsta skitpi sem ég ligg á spítala (fyrir utan þegar ég átti Magnús Ara). Mikið var gott að komast heim.
MARS: Eignaðist litla orminn minn og fór þ.a.l. í fæðingarorlof
APRÍL: Litli ormurinn skírður Arnar Freyr. Amma kom austur og var í nokkra daga.
MAÍ: ég átti afmæli og Magnús Ari varð 2ja ára
JÚNÍ: Fór mest í umönnun barnanna og einhverja göngutúra
JÚLÍ: Ferðalag með fjölskyldunni. Reykjavík heimsótt og svo fjölskyldumót á Hvolsvelli
ÁGÚST - DESEMBER: Almenn heimilisstörf og umönnun barna. Magnús Ari í leikskóla alla daga frá 8-14, Gummi í vinnu en við Arnar Freyr þvældumst um bæinn eða vorum bara heima.
Sem sagt ekki svo mjög viðburðarríkt ár (nema auðvitað það að fjölga sér)
Stefni á að láta árið 2009 verða mun öflugra og hafa bara gaman.
Hver veit nema ég skelli einhverjum sögum af því hér inn...
Kv. Drífa
Um bloggið
Drífa Magnúsdóttir
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggarar
- Bengta Æltar að vera 18 þangað til hún deyr
- Eyrún, Eva og Helgi Þríeyki í bakpokaferðalagi
- Halli frændi Fjallagarpur og góður drengur
- Jóhanna Arnórsdóttir Frænka mín
- Magni Dáðadrengur
- Sigga og Ingó Aðskilin hjón
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.