21.11.2008 | 12:35
Já já bara eitthvað...
Veit ekki alveg hvernig mér datt til hugar að fara að blogga aftur...er ekki svo dugleg í því. Kannski afþví að mér finnst svo gaman að lesa annarra manna blogg... finnst ég samt ekki geta skrifað eins skemmtileg blogg og aðrir.
En nú nálgast jólin. Ég er byrjuð að baka.. búin að baka 4 sortir af smákökum og reyndar búin að borða eina þeirra upp til agna . En ég er í því núna að prófa hinar og þessar uppskriftir og svo baka ég bara meira af þeim sem mér finnst góðar. Maður verður jú að eiga "sínar" jólakökur er það ekki.
Mér fannst ég byrja svo tímanlega á öllu þessu jólastússi, búa til kortin, baka, hugsa um jólagjafirnar en svo endar það sjálfsagt í því að maður verður á síðustu stundu. Á enn eftir að útbúa meirihluta jólakortanna, eftir að kaupa flestar jólagjafirnar, eftir að baka meira, laufabrauðið eftir t.d., jólamyndataka strákanna eftir og svo á að sjálfsögðu eftir að gera jólahreingerninguna! Sem er nú reyndar ekki svo brjáluð á þessum bænum.. kannski örlítið meiri en venjuleg.
Þessi vika er búin að vera ótrúlega busy miðað við venjulega.. Búin að fara í heimsókn, foreldraviðtal í leikskólanum (sem allt var að sjálfsögðu bara flott), föndra, fara í tásudekur ásamt því að vera heima með lasinn/slappan lítinn grís.
Næstu viku er stefnt á það að baka og baka og baka , búa til fleiri jólakort, þrífa eitthvað smá og kannski setja upp einhver jólaljós. Allavega aðventuljósin!
Um bloggið
Drífa Magnúsdóttir
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggarar
- Bengta Æltar að vera 18 þangað til hún deyr
- Eyrún, Eva og Helgi Þríeyki í bakpokaferðalagi
- Halli frændi Fjallagarpur og góður drengur
- Jóhanna Arnórsdóttir Frænka mín
- Magni Dáðadrengur
- Sigga og Ingó Aðskilin hjón
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað þýðir að vera tímanlega? Að byrja í október??? Ég hef aldrei verið tímanlega í jólaundirbúningi en samt koma jólin ......
Hrönn (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 14:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.