5.3.2009 | 10:29
Yfirmaður minn ánægður?
Stjörnuspá dagsins er eftirfarandi:
Naut: Þú leggur þig allan fram í starfi og er sama hvað þú tekur þér fyrir hendur það vekur almenna hrifningu yfirmanna þinna.
Þetta hljómar ágætlega... en hver er yfirmaður minn í dag?? Væri nú fínt ef þetta hefði komið í næstu viku! Ekki það að ég taki þessar stjörnuspár alvarlega en hver veit
En nú er fæðingarorlofið alveg að verða búið. Á 2 vikur eftir en fer að vinna í 2 vikur áður en ég tek þær.
Fer s.s. að vinna næsta mánudag, í 2 vikur og fer svo í 2ja vikna frí og svo beint í páskafrí. Eftir páskana er það svo sleitulaus vinna fram að sumarfríi.
Alveg ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða. Er búin að vera heima í heilt ár en er samt ekki búin að gera allt sem ég ætlaði mér að gera á þeim tíma. Geri það bara í páskafríinu ja eða bara sumarfríinu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.2.2009 | 10:41
Sér grefur gröf..
er lesin.
Bún með bók nr. 2 á árinu. Ætli það séu ekki fleiri bækur en ég las allt síðasta ár.. held það.
Þá er "Aska" næst.
Drífa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.1.2009 | 09:43
Að fara með barnið í sláturhúsið...
.. hljómar ekki vel! En hér er átt við að fara og hitta aðrar mömmur (foreldra) sem eru heima með litlu krílin sín hér á bæ. Gamla sláturhúsið á Egilsstöðum hefur fengið nýtt hlutverk og er núna einhverskonar menningarhús (man ekki nákvæmlega titilinn sem það hefur) og þar hittumst við á fimmtudagsmorgnum. Nú hef ég ekki drattast þangað í 2 vikur og kominn tími til að fara.
Annars hef ég ekkert prjónað né lesið síðustu daga.. bara hangsað :). Er að rembast við að setja neglur á sjálfa mig og það gengur hægt.... mjög hægt. En mun vonandi takast fyrir helgi.
Um helgina er planið að fara í skírn, Já nú á að skíra Dodda litla frænda. Verður gaman að fá að heyra hvað hann mun heita. Og svo á sunnudaginn byrjar íþróttaskólinn aftur hjá Magnúsi Ara (eftir langa bið).
Nenni ekkert að tjá mig um pólitísku hlið landsins.. þetta verður bara allt að koma í ljós. Ekki hef ég lausnirnar á vandanum og ég held að það séu fáir (ef einhver) betri en annar til að leysa þessi mál.
En nú ætla ég að fara að taka mig til fyrir sláturhúsferð.
Bæbbs
Drífa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2009 | 12:05
Lestur og prjón
Síðustu dagar hafa farið í lestur og prjón hjá mér. Hendi í þvottavél og sópa gólfin á milli.
Byrjaði í á Þriðja táknið eftir Yrsu Sigurðardóttur í gærmorgun og var að klára hana. 350 bls. Ekki slæmt það. En hef í staðinn ekkert tekið í prjónana og notaði kvöldið til lesturs þar sem ekkert var spennandi í sjónvarpinu.
Stefnt er á að taka svo næstu bók eftir Yrsu "Sér grefur gröf" ásamt því að glugga í "Ég get lesið" sem ég keypti mér á afslætti í KHB í gær.
Kláraði í síðustu viku vesti á Emblu Eir og er nú með vesti á Magnús Ara á prjónunum.
Hér má líta vestið á Emblu.
Kv. Drifa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.1.2009 | 10:00
Björn Bjarnason - þorrablót
Vá ætlaði sko aldeilis að setja eitthvað sniðugt hér inn en varð að sjálfsögðu alveg tóm þegar ég settist niður.
Hlustaði á Björn Bjarnason í útvarpinu í morgun. Hann hefur nú aldrei verið minn maður en mikið er samt gott að einhver reynir að segja Íslendingum hvað þeir gera sjálfum sér með að ganga í Evrópusambandið. Hef nú ekki kynnt mér það mikið en ég vil ekki missa allt það sem við höfum í dag. Þ.e. sjálfstæðið og auðlindirnar.
Segir manni hvað sumt fólk hugsar í hring! Fullt af ráðamönnum búnir að státa sig á því hvað við Íslendingar stöndum vel á þessum erfiðu tímum með auðlindir okkar og menntun og slíkt en vilja í næsta viðtali gefa öðrum þessar auðlindir (eða því sem næst).
En ég ætlaði nú alls ekki að blogga um pólitík enda ekki mín sterkasta hlið.
Nú fer að líða að þorrablótstíma... er ekki viss um að ég fari á neitt blót í ár, sé til samt. En ef einhver vill vera rosa fín/n og fá sér gelneglur fyrir blót þá get ég reddað því fyrir nokkra peninga.. bara hafa samband.
En þar sem ég man bara ekkert af því sem ég ætlaði að skrifa hætti ég bara í bili..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.1.2009 | 09:47
jólin búin
Þá eru jólin búin og ég alveg að verða búin að koma öllu jólaskrauti í kassa.
Árið 2008 hefur liðið einhvernveginn eins og í þoku.. þegar ég ætla að rifja upp þá man ég voða lítið.. stiklað á stóru var það einhvernveginn svona:
JANÚAR: vann, svaf, borðaði, var mikið ólétt.
FEBRÚAR: var ennþá meira ólétt, fékk hitapest og samdrætti í kjölfarið og var flutt með sjúkrabíl norður á Akureyri þar sem ég dvaldi í 6 daga. Fyrsta skipti sem ég fer í sjúkrabíl og fyrsta skitpi sem ég ligg á spítala (fyrir utan þegar ég átti Magnús Ara). Mikið var gott að komast heim.
MARS: Eignaðist litla orminn minn og fór þ.a.l. í fæðingarorlof
APRÍL: Litli ormurinn skírður Arnar Freyr. Amma kom austur og var í nokkra daga.
MAÍ: ég átti afmæli og Magnús Ari varð 2ja ára
JÚNÍ: Fór mest í umönnun barnanna og einhverja göngutúra
JÚLÍ: Ferðalag með fjölskyldunni. Reykjavík heimsótt og svo fjölskyldumót á Hvolsvelli
ÁGÚST - DESEMBER: Almenn heimilisstörf og umönnun barna. Magnús Ari í leikskóla alla daga frá 8-14, Gummi í vinnu en við Arnar Freyr þvældumst um bæinn eða vorum bara heima.
Sem sagt ekki svo mjög viðburðarríkt ár (nema auðvitað það að fjölga sér)
Stefni á að láta árið 2009 verða mun öflugra og hafa bara gaman.
Hver veit nema ég skelli einhverjum sögum af því hér inn...
Kv. Drífa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2008 | 15:05
Höfuðborgin nafli Íslands
Frábært framtak.. en skítt með landsbyggðina!!
Morgunblaðið í aldreifingu fram að jólum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.11.2008 | 12:35
Já já bara eitthvað...
Veit ekki alveg hvernig mér datt til hugar að fara að blogga aftur...er ekki svo dugleg í því. Kannski afþví að mér finnst svo gaman að lesa annarra manna blogg... finnst ég samt ekki geta skrifað eins skemmtileg blogg og aðrir.
En nú nálgast jólin. Ég er byrjuð að baka.. búin að baka 4 sortir af smákökum og reyndar búin að borða eina þeirra upp til agna . En ég er í því núna að prófa hinar og þessar uppskriftir og svo baka ég bara meira af þeim sem mér finnst góðar. Maður verður jú að eiga "sínar" jólakökur er það ekki.
Mér fannst ég byrja svo tímanlega á öllu þessu jólastússi, búa til kortin, baka, hugsa um jólagjafirnar en svo endar það sjálfsagt í því að maður verður á síðustu stundu. Á enn eftir að útbúa meirihluta jólakortanna, eftir að kaupa flestar jólagjafirnar, eftir að baka meira, laufabrauðið eftir t.d., jólamyndataka strákanna eftir og svo á að sjálfsögðu eftir að gera jólahreingerninguna! Sem er nú reyndar ekki svo brjáluð á þessum bænum.. kannski örlítið meiri en venjuleg.
Þessi vika er búin að vera ótrúlega busy miðað við venjulega.. Búin að fara í heimsókn, foreldraviðtal í leikskólanum (sem allt var að sjálfsögðu bara flott), föndra, fara í tásudekur ásamt því að vera heima með lasinn/slappan lítinn grís.
Næstu viku er stefnt á það að baka og baka og baka , búa til fleiri jólakort, þrífa eitthvað smá og kannski setja upp einhver jólaljós. Allavega aðventuljósin!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.11.2008 | 09:23
Michael Jackson
Kannski maður skelli sér á Broadway!
Ég á nú svona myndir í kíki.. æ muniði þessar kringlóttu skífur sem maður setti í kíki og þar sáust myndirnar rosa flottar... en ég á sko Thriller myndir. VAr alltaf frekar smeyk við eina þeirra.
En Michael Jackson er bara "flottur"
Annars var ég búin að ákveða að skella inn hér einni jákvæðri frétt sem ég fyndi á mbl en fann bara enga nógu jákvæða.
Thriller á fjalirnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.10.2008 | 12:51
sjónvarpslaus kvöld
Jæja þá er ekkert annað en að draga fram prjónana, bækurnar og spilin.
Hver man ekki hvað það var huggulegt að hafa sjónvarpslaus fimmtudagskvöld
Skjárinn segir öllum upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Drífa Magnúsdóttir
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggarar
- Bengta Æltar að vera 18 þangað til hún deyr
- Eyrún, Eva og Helgi Þríeyki í bakpokaferðalagi
- Halli frændi Fjallagarpur og góður drengur
- Jóhanna Arnórsdóttir Frænka mín
- Magni Dáðadrengur
- Sigga og Ingó Aðskilin hjón
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar