letidagur - síminn

Þá er komið að letideginum.
Tókst að gera allt sem ég hafði ætlað mér í gær og rúmlega það... 2 dagar af dugnaði þýðir einn í leti.. sá er í dag.Sleeping

Í gærkvöldi fór ég og hitti Jónu, Drífu Dröfn og Ingunni Berglindi... dágott kvöld enda langt síðan við höfum allar hist. Ýmislegt rætt og rifjað upp og stefnt á annan hitting í næsta mánuði.Smile

En þá að símafyrirtækinu okkar Símanum.
Ég fór í fyrradag og vildi breyta símanúmerinu mínu í frelsi, þar sem ég tala svo lítið í símann og meirihluti reikningsins er mánaðargjald. Ekkert mál að breyta því. Mér sagt að þetta gerist líklega bara "á morgun" (s.s. í gær) og ég fái sent sms. OK flott.! Nokkrum klukkutímum síðar er ég orðin símasambandslaus, get ekki tekið við símtölum og ekki hringt (nema í þjónustuver og 112). Svo líður gærdagurinn og ekkert gerist enn... ég ákvað því í morgun að bíða ekki í allan dag eftir að eitthvað gerist og hringi í Málsvarann 1441. Þá er ég allt í einu skráð í frelsi og boðin velkomin! Þá var ekkert eftir nema fylla á frelsið og málið klárt!
HVAR VAR ÞETTA HELV..... SMS SEM ÉG ÁTTI AÐ FÁ ?Angry  Hefði sem sagt sennilega ekki þurft að vera símalaus í nokkra stund ef mér hefði verið sagt hvað ég ætti að gera þegar síminn myndi "detta út".
Alveg merkilegt hvað þetta blessaða fyrirtæki (eins og mörg önnur) geta ekki gefið almenninlegar upplýsingar.

En hvað um það.. ég er allavega komin í símasamband aftur og hætt að styrkja símann um rúmlega 700 krónur aukalega á mánuði, fyrir það eitt að eiga símanúmer Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Drífa Magnúsdóttir

Höfundur

Drífa Magnúsdóttir
Drífa Magnúsdóttir
Menntaður grunnskólakennari, 2ja barna móðir í fæðingarorlofi.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • jan2 022
  • vesti á Emblu Eir
  • sept1 004
  • sept2 019
  • sept2 014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband